Göngunum lokað vegna bilaðs bíls

Fljótlega mynduðust raðir við báða enda ganganna.
Fljótlega mynduðust raðir við báða enda ganganna. Ljósmynd/Marta María Sæberg

Loka þurfti Hvalfjarðargöngum á tíunda tímanum í morgun vegna bilaðs bíls. 

Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar var búið að fjarlægja bílinn um tuttugu og fimm mínútum eftir að tilkynning barst og voru göngin því einungis lokuð um skamma stund. 

Þrátt fyrir það mynduðust fljótlega langar raðir við báða enda ganganna. Á meðan bíllinn var fjarlægður var þó hægt að hleypa einhverri umferð að norðanverður vegna góðrar staðsetningar bílsins. 

Brýnir fyrir fólki að halda bili 

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar brýnir fyrir fólki að halda nægilegu bili í göngunum til að koma í veg fyrir slys. Það sé yfirleitt stutt bil milli bíla sem veldur aftaná keyrslum. 

Um­ferðaró­höpp í göng­un­um geta ollið mikl­um um­ferðart­öf­um enda nauðsyn­legt að loka göng­un­um þegar óhöpp verða, til þess að tryggja ör­yggi á meðan leyst er úr aðstæðum.

Veg­far­end­ur eru hvatt­ir til þess að passa sér­stak­lega upp á bilið, raun­ar í öll­um jarðgöng­um, en skilti við Hval­fjarðargöng­in seg­ir til um að minnst 50 metr­ar skuli vera milli allra bíla. 

Hámarkshraði í göngunum er 70 kílómetra hraði. Þá er mælst …
Hámarkshraði í göngunum er 70 kílómetra hraði. Þá er mælst til þess að 50 metrar séu milli allra bíla. mbl.is/Sigurður Bogi



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert