Guðmundur Ingi mun sakna Guðna

„Já, ég mun sakna Guðna sem forseta Íslands,“ svarar Guðmundur …
„Já, ég mun sakna Guðna sem forseta Íslands,“ svarar Guðmundur Ingi aðspurður. mbl.is/Eyþór

Síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar forseta var falleg kveðjustund, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra. Hann segist munu sakna forsetans.

Guðni boðaði til rík­is­ráðsfund­ar í dag til þess að staðfesta samþykkt frumvörp sem verða að lögum. Var þetta síðasti ríkisráðsfundur hans í embætti.

Hvernig var þessi stund?

„Hún var mjög ánægjuleg í fyrsta lagi. Ríkisráðsfundir eru alltaf formlegir en þessi fundur markast svolítið af því að þetta sé síðasti fundur Guðna sem forseti í ríkisráði,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við blaðamann mbl.is að loknum fundi.

„Og það hefur verið mjög gott samstarf við forsetann. Hann hefur gegnt sínu starfi af alúð og samviskusemi. Honum hefur farist það einstaklega vel úr hendi.

Hlakkar til samstarfs við Höllu

„Þessi fundur sem vissulega var til að endurstaðfesta þingmál, frumvörp sem verða að lögum, þá var þetta líka kveðjustund. Hún var falleg,“ bætir ráðherrann enn fremur við.

Munt þú sakna Guðna?

„Já, ég mun sakna Guðna sem forseta Íslands,“ svarar hann. „Ég óska jafnframt nýjum forseta til hamingju og hlakka til samstarfs við hana líka.“

Halla Tóm­as­dótt­ir verður form­lega sett í embætti á morg­un. At­höfn­in fer fram í Alþingishúsinu og er al­menn­ing­ur boðinn vel­kom­inn á Aust­ur­völl til að fylgj­ast með athöfninni og fagna nýj­um for­seta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert