Guðni: Þótti vænt um að geta kvatt ráðherra

Blaðamaður ræddi við Guðna eftir hans síðasta ríkisráðsfund.
Blaðamaður ræddi við Guðna eftir hans síðasta ríkisráðsfund. mbl.is/Eyþór Árnason

Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseti Íslands, þótti vænt um að geta kvatt ríkisstjórnina á fundi á Bessastöðum í dag. Aðspurður sagði hann þó stundina ekki hafa verið tilfinningaþrungna.

„Fundurinn gekk vel. Fundir ríkisráðs eru formfastir í eðli sínu en mér þótti vænt um að geta kvatt ráðherra við þessi tímamót og óska þeim alls velfarnaðar,“ segir Guðni í samtali við mbl.is.

Blaðamaður náði af honum tali eftir að ríkisráðsfundi lauk, en þetta er síðasti slíki fundur Guðna sem forseti, og var þetta líklega síðasta viðtal sem hann veitir í embættinu.

Guðni segir að með hliðsjón af stjórnskipun lýðveldisins sé sjálfsagt að hans síðasti formlegi viðburður á forsetastóli hafi verið fundur í ríkisráði.

„Man sjálfur hversu merkur dagur þetta er“

„Ég læt af embætti á miðnætti. Landið er forsetalaust fram eftir degi á morgun en svo er nýkjörinn forseti, Halla Tómasdóttir, sett í embætti og þar verð ég viðstaddur og hlakka til,“ segir Guðni.

Halla Tóm­as­dótt­ir verður form­lega sett í embætti á morg­un. At­höfn­in fer fram í Alþing­is­hús­inu og er al­menn­ing­ur boðinn vel­kom­inn á Aust­ur­völl til að fylgj­ast með at­höfn­inni og fagna nýj­um for­seta.

„Ég man sjálfur hversu merkur dagur þetta er í ævi manns sem verður þess heiðurs aðnjótandi, eins og gefur að skilja. Þannig ég þykist vita nokkurn veginn hvernig henni er innanbrjósts núna og óska henni, Birni og börnum þeirra, og allri fjölskyldunni alls velfarnaðar,“ segir Guðni.

Ekki tilfinningaþrungin stund

Aðspurður segir hann að það hafi ekki verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði sinn síðasta ríkisráðsfund.

„Við erum öll einhverjum kostum búin og ég er frekar rólyndur maður að eðlisfari, ef ég má segja það sjálfur, og leit á þetta sem eitt af mínum sjálfsögðu skylduverkum í embætti. Svo tekur bara eitthvað annað við,“ segir Guðni að lokum.

Á fundinum var farið yfir laga­til­lög­ur frá ráðherr­um, og Guðni …
Á fundinum var farið yfir laga­til­lög­ur frá ráðherr­um, og Guðni end­urstaðfesti lög sem hann hef­ur áður und­ir­ritað, líkt og venja er fyr­ir. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert