Lyngbobbar áberandi í höfuðborginni

Þessi lyngbobbar höfðu komið sér fyrir í garði ljósmyndarans.
Þessi lyngbobbar höfðu komið sér fyrir í garði ljósmyndarans. mbl.is/Árni Sæberg

Í vætutíð láta lyngbobbar sjá sig en þeim hefur fjölgað ört á höfuðborgarsvæðinu að sögn Gísla Más Gíslasonar prófessors emeritus í líffræði við Háskóla Íslands.

Aðspurður segir hann það vera hægt að borða lyngbobba enda eru þeir ekki eitraðir, en ráðlegt væri að svelta þá fyrst til að losna við meltingarensím.

„Þegar sniglar eru ræktaðir til átu eru þeir sveltir fyrst til að losna við mikið af meltingarsafanum áður en þeir eru undirbúnir fyrir matargerð og þyrfti að gera slíkt við lyngbobba þar sem þessi meltingarensím gætu verið bragðsterk.“

Lyngbobbar hafa verið áberandi í görðum á höfuðborgarsvæðinu í sumar.
Lyngbobbar hafa verið áberandi í görðum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Geitungar seint á ferð

Kalt vor seinkaði komu lúsmýs en að sögn Gísla er það nú komið í flesta landshluta, þar með talið á Austurland. Hann segir vorkuldann hafa verið skaðlegan fyrir aðrar skordýrategundir og meðal annars hafi dregið verulega úr þroska geitunga.

Kristján Utley, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands, segist hvorki hafa séð né heyrt af geitungum fyrr en núna í júlí og hefur verið stanslaust mikið að gera frá fyrsta útkallinu.

Útköllum vegna veggjalúsar hefur fjölgað að undanförnu og segir Kristján ástæðuna vera meira flakk á fólki á milli landa. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag. 

Höfuðborgarbúar hafa margir séð fjölda lyngbobba í görðum og á …
Höfuðborgarbúar hafa margir séð fjölda lyngbobba í görðum og á stígum höfuðborgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert