Myndir: Síðasta móttaka Guðna á Bessastöðum

Gestirnir voru starfsmenn sem hafa komið að gerð varnargarða á …
Gestirnir voru starfsmenn sem hafa komið að gerð varnargarða á Reykjanesskaga og verndun innviða þar. mbl.is/Hákon

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók á móti 300 gestum á Bessastöðum í gær. Var þetta síðasta móttaka Guðna í embættistíð hans sem lýkur formlega á miðnætti.

Gestirnir voru starfsmenn sem hafa komið að gerð varnargarða á Reykjanesskaga og verndun innviða þar.

Yfir 80 fyrirtæki hafa átt aðild að því. Þakkaði Guðni fólkinu fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mánuði. 

Embættistíð Guðna lýkur með formlegum hætti á miðnætti í kvöld.
Embættistíð Guðna lýkur með formlegum hætti á miðnætti í kvöld. mbl.is/Hákon

Embættistíð Guðna lýkur á miðnætti

Embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta Íslands, lýkur með formlegum hætti á miðnætti í kvöld, og munu þá handhafar forsetavaldsins, þ.e. forseti Hæstaréttar, forsætisráðherra og forseti Alþingis, sinna embættisskyldum hans fram að embættistöku Höllu Tómasdóttur tilvonandi forseta.

Forsetinn hefur boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í dag. Þar verður farið yfir lagatillögur frá ráðherrum, og mun hann endurstaðfesta lög sem hann hefur áður undirritað, líkt og venja er fyrir. Að fundinum loknum mun forsetinn svo kveðja ríkisstjórnina með formlegum hætti.

Halla Tómasdóttir verður formlega sett í embætti á morgun. Athöfnin fer fram í Alþingishúsinu og er almenningur boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag. 

mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert