Ofmenntun útlendinga algeng

Ísland er í fjórða sæti.
Ísland er í fjórða sæti. mbl.is/Árni Sæberg

Um 53% erlends vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði býr yfir menntun umfram það sem krafist er í starfi þeirra. Til samanburðar var hlutfall Íslendinga í sömu stöðu um 11%.

Þetta má lesa úr gögnum frá evrópsku hagstofunni, Eurostat, en þar sést að hlutfall útlendinga með menntun umfram starfskröfur hér á landi er töluvert hærra en annars staðar innan Evrópusambandsins og er Ísland í fjórða sæti á eftir Spáni, Ítalíu og Grikklandi, þar sem hlutfallið er á bilinu 55%-70%.

Athygli vekur að uppruni fólks virðist ekki skipta máli hvað þetta varðar, en til samanburðar sýna gögn Eurostat að um 31% Evrópubúa sem starfa innan annarra landa evrópska efnahagssvæðisins býr yfir menntun umfram starfskröfur, en hlutfallið er hærra meðal þeirra sem koma frá löndum utan Evrópusambandsins, eða um 40%.

Ferðaþjónustan hefur áhrif

Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar telur líklegt að rekja megi þessar niðurstöður til starfa ferðaþjónustunnar. Þar sé enda um að ræða stóra atvinnugrein sem hafi vaxið gífurlega á undanförnum árum, en geri litlar kröfur til menntunar starfsfólks.

„Líkt og Grikkland og Ítalía getur Ísland flokkast sem ferðaþjónustuland. Ferðaþjónustuiðnaðurinn er gríðarlega mannfrekur og þar er því fjöldi atvinnumöguleika, en þau störf krefjast oft aðeins lítillar eða lágmarksmenntunar. Það hefur einnig sitt að segja að lágmarkslaun hér eru töluvert hærri en í mörgum öðrum löndum og geta jafnvel verið á pari við það sem háskólamenntaðir þéna annars staðar í Evrópu, sem útskýrir því e.t.v. að hluta þessar niðurstöður,“ segir Unnur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert