Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar eru byrjaðir að mæta á Bessastaði fyrir síðasta ríkisráðsfund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta íslands.
Fyrsti ráðherrann sem mætti nú fyrir skömmu var Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Embættistíð Guðna lýkur með formlegum hætti á miðnætti í kvöld, og munu þá handhafar forsetavaldsins, þ.e. forseti Hæstaréttar, forsætisráðherra og forseti Alþingis, sinna embættisskyldum hans fram að embættistöku Höllu Tómasdóttur tilvonandi forseta.
Forsetinn hefur boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í dag. Þar verður farið yfir lagatillögur frá ráðherrum, og mun hann endurstaðfesta lög sem hann hefur áður undirritað, líkt og venja er fyrir. Að fundinum loknum mun forsetinn svo kveðja ríkisstjórnina með formlegum hætti.