Ráðherrar mæta til Bessastaða

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir til Bessastaða.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir til Bessastaða.

Ráðherr­ar í rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar eru byrjaðir að mæta á Bessastaði fyr­ir síðasta rík­is­ráðsfund Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta ís­lands.

Fyrsti ráðherr­ann sem mætti nú fyr­ir skömmu var Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra. 

Embætt­istíð Guðna lýk­ur með form­leg­um hætti á miðnætti í kvöld, og munu þá hand­haf­ar for­seta­valds­ins, þ.e. for­seti Hæsta­rétt­ar, for­sæt­is­ráðherra og for­seti Alþing­is, sinna embætt­is­skyld­um hans fram að embætt­is­töku Höllu Tóm­as­dótt­ur til­von­andi for­seta.

For­set­inn hef­ur boðað til rík­is­ráðsfund­ar á Bessa­stöðum í dag. Þar verður farið yfir laga­til­lög­ur frá ráðherr­um, og mun hann end­urstaðfesta lög sem hann hef­ur áður und­ir­ritað, líkt og venja er fyr­ir. Að fund­in­um lokn­um mun for­set­inn svo kveðja rík­is­stjórn­ina með form­leg­um hætti.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti fyrstu ráðherra á ríkisráðsfundinn.
Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra mætti fyrstu ráðherra á rík­is­ráðsfund­inn.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert