Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist á Reykjaneshrygg

Skjálftinn varð suðvestan af Eldey.
Skjálftinn varð suðvestan af Eldey. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Tveir skjálftar af stærðinni 3,3 og 2,7 mældust á Reykjaneshrygg suðvestan af Eldey um klukkan 13 í dag.

Nokkuð hefur verið um skjálfta á svæðinu en í gærkvöldi mældist þar skjálfti af stærðinni 3.

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekkert óeðlilegt við skjálftana og að þeir tengist ekki atburðunum við Grindavík.

„Þessi sem var í gærkvöldi var við Reykjanestá og þessir sem voru að mælast núna eru langt úti á hrygg. Það tengist í rauninni ekkert virkninni við kvikuganginn eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara flekaskil,“ segir Berglind og bætir við að skjálftar af þessari stærðargráðu séu algengir á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert