Starfsmaður N1 látinn fara eftir líkamsárás

Maðurinn leitaði á sjúkrahús eftir að starfsmaður N1 kýldi hann.
Maðurinn leitaði á sjúkrahús eftir að starfsmaður N1 kýldi hann. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

Starfsmanni N1 á Blönduósi hefur verið sagt upp eftir að hann réðst á annan karlmann á bensínstöðinni á vinnutíma á sunnudag. Um er að ræða tvo kunningja en málið er komið á borð lögreglu.

Þetta staðfestir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður einstaklingssviðs N1, í samtali við mbl.is.

„Þeir þekkjast. Þetta er svona persónulegur harmleikur á milli mannanna,“ segir Jón.

Strax brugðist við

Lögregla gerði fyrirtækinu grein fyrir atvikinu seint í gær og í dag var farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum N1.

„Þegar við sjáum gögnin í dag bregðumst við strax við og látum starfsmanninn fara,“ segir Jón.

Hann segir að starfsmaðurinn hafi kýlt manninn. 

Samkvæmt heimildum mbl.is þá fór maðurinn á sjúkrahúsið á Akureyri af sjálfsdáðum eftir árásina og er búið að leggja fram kæru til lögreglu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert