Átta útköll vegna rigningar og aukabíll mannaður

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í átta útköll vegna úrhellis í borginni í dag. Manna þurfti auka dælubíl þegar mest lét. 

Birkir Arnarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að meirihluti útkallanna hafi komið á sama tíma en auka dælubíll var mannaður.

„Þetta gerðist einmitt á vaktaskiptum hjá okkur og við mönnuðum auka dælubíl með morgunvaktinni sem hjálpaði kvöldvaktinni,“ segir Birkir

Spurður um hverskonar útköll hafi verið að ræða segir Birkir að niðurföll hafi ekki haft undan og að í einhverjum tilföllum hafi vatn lekið inn í hús. Bæði var um að ræða útköll í heimahúsum og atvinnuhúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert