Engin ein skýring á niðursveiflu

Hún segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því …
Hún segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því að þurfi að taka upp hertari reglur í samfélaginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Greiningum á covid-19 hefur fækkað umtalsvert á síðustu tveimur vikum eftir að gripið var til aðgerða á Landspítala vegna aukins fjölda tilfella.

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að engin ein skýring sé á niðursveiflunni. Hvort það hafi verið forvarnir inni á spítalanum eða að minna sé um smit almennt í samfélaginu sé ekki hægt að segja til um fyrir víst.

„Þetta er líklega raunveruleg fækkun. Við fengum tölur frá spítalanum varðandi innlagnir og þá voru færri inniliggjandi með öndunarfærasýkingar og þar með talið covid,“ segir Guðrún

Bætir hún við að uppsveiflan í júlí og svo þessi niðursveifla sem á sér stað núna, sé í samræmi við það að það sé raunveruleg fækkun veirunnar.

Kort/mbl.is

Ekki neitt ástand skapast

Hún segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því að þurfi að taka upp hertari reglur í samfélaginu.

„Það hefur ekki neitt ástand skapast sem kallar á svoleiðis og þó innlögnum á spítalann hafi fjölgað, var þetta ekki eins og í vetur og ekki neitt sem kallaði á sérstakar aðgerðir, fyrir utan það sem spítalanum fannst ástæða til að gera hjá sér,“ bætir hún við.

Guðrún segir að covid sé ekki búið að vera til nógu lengi til að geta spáð fyrir um hvernig horfur verði næstu vikur, mánuði og ár.

„Búið er að bólusetja mikið en samt er langt síðan. þannig áhrifin á þeim eru farin að dvína aðeins, sérstaklega hjá eldra fólkinu. Síðan eru engar aðgerðir í gangi og því er erfitt að spá fyrir nákvæmlega hvernig þetta verður í framtíðinni miðað við þær aðstæður sem eru núna,“ bætir hún við.

Guðrún hvetur eldra fólk til að þiggja bólusetningu. Boðið verður upp á bólusetningu í haust og ef það virðist vera ástæða til að bjóða hana oftar en einu sinni á ári þá verður það gert segir Guðrún. Ástæðan af hverju ekki er boðið upp á bólusetningu strax er vegna þess að uppfært bóluefni er ekki komið til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert