Fjórðungur Íslendinga sótti símenntun

Um fjórðungur landsmanna sótti símenntun árið 2023.
Um fjórðungur landsmanna sótti símenntun árið 2023. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fjórðungur landsmanna sótti símenntun árið 2023 eftir því sem fram kemur í nýjustu tölum Hagstofunnar. 

Um 51.500 landsmanna á aldrinum 25-64 ára sóttu símenntun á árinu 2023. Um 21,3% karla á Íslandi sóttu símenntun og 29,3% kvenna.

Tölunum svipar til síðasta árs en þá sóttu um 26,7% landsmanna símenntun. Þátttaka í símenntun eykst með aukinni menntun og er meiri á meðal atvinnulausra og starfandi einstaklinga en þeirra sem eru utan vinnumarkaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert