Guðni tjáir sig um bílakaup Höllu

Guðna Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti, og Halla Tómasdóttir, verðandi forseti.
Guðna Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti, og Halla Tómasdóttir, verðandi forseti. Samsett mynd

Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, gagnrýndi viðskiptahætti Brimborgar á síðasta degi sínum í embætti.   

Tilefnið voru kaup Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta, og eiginmanns hennar, Björns Skúla­sonar, á bifreið frá bílaumboðinu.

„Myndir þú kaupa bíl af svona fólki?“

Guðni gagnrýndi kaupin af fyrra bragði við Vísi í gær og sagði háttsemi Brimborgar óforskammaða.

„Ég veit að hún ætlaði aldrei að láta þessa mynd birtast. Og ég veit líka að maður fer varla út úr húsi án þess að vera beðinn um mynd af einhverju tagi. Og þá segir maður: Þú mátt ekki nota hana, rétt eins og Halla gerði,“ sagði Guðni.

„Myndir þú kaupa bíl af svona fólki?“ spurði hann einnig.

Kaupin mikið rædd

Kaup forsetahjónanna tilvonandi hafa verið nokkuð áberandi hjá fjölmiðlum síðustu daga.

Upprunalega var Halla gagnrýnd fyrir að koma fram í auglýsingu Brimborgar og fyrir að fá bíl á sérstökum kjörum.

Í kjölfarið sagðist Halla ekki hafa fengið bifreiðina á sérkjörum, heldur hafi hún einungis fengið staðgreiðsluafslátt. Þá hafi myndin af þeim hjónum verið notuð í auglýsingaskyni gegn þeirra vilja.

„Við feng­um kr. 549.127 af­slátt frá lista­verði vegna end­ur­tek­inna kaupa og staðgreiðslu, sem mér reikn­ast til að sé um 7.5% af­slátt­ur frá ásettu verði,“ sagði Halla í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert