Halla Tómasdóttir er orðin forseti Íslands. Er hún sjöundi forseti lýðveldisins og annar kvenkyns forseti Íslandssögunnar.
Fyrir skömmu undirritaði hún drengskaparheit og tók svo formlega við embættinu. Að því loknu steig hún út á svalir Alþingis og viðstaddir hrópuðu ferfalt húrra fyrir hinum nýja forseta.