Haraldur tekur þátt í hlaupinu fyrir Yazan

Haraldur hefur ákveðið að taka þátt í nafni Yazans.
Haraldur hefur ákveðið að taka þátt í nafni Yazans. Ljósmynd/Aðsend, mbl.is/Ásdís Samsett mynd.

Haraldur Þorleifsson, athafnamaður með meiru, hyggst taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni Yazans Tamimi. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu og er með vöðvarýrnunarsjúkdóm eins og Haraldur. 

Þessu greinir Haraldur frá í færslu á samfélagsmiðlinum X. 

Þá muni hann tvöfalda þau framlög sem berist. 

Send úr landi eftir verslunarmannahelgina

Mikið hefur verið fjallað um mál Yazans og fjölskyldu hans en til stendur að senda þau úr landi eftir verslunarmannahelgi. Yazan er með Duchenne-heilkennið, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur. 

„Hann er hætt­ur að geta gengið, þarf hjálp við að anda, þarf hjarta­lyf. Þetta hef­ur gríðarleg áhrif,“ sagði Krist­björg Arna E. Þor­valds­dótt­ir, aðstand­andi Yaz­ans og meðlim­ur No Bor­ders á Íslandi, í sam­tali við mbl.is í júní. Ein­kenni Yaz­ans væru afar slæm miðað við jafn­aldra og honum færi versnandi undir álagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka