Ók yfir á rauðu og velti bifreiðinni

Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.
Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Ökumaður bifreiðar sem valt í Hafnarfirði í gærkvöldi er grunaður um að hafa ekið yfir á rauðu umferðarljósi og misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem fór á vettvang á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og rannsakaði slysið.

Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Ekki er vitað um líðan ökumannsins, en bifreiðin var dregin í burtu af dráttarbifreið.

Tilkynnt var um aðra bílveltu rétt fyrir miðnætti, ná­lægt Sjá­lands­skóla í Garðabæ. Þá varð eignatjón og minniháttar áverkar á ökumanni, sem var þó fluttur á slysadeild.

Ók á mann á hlaupahjóli og stakk af

Lögreglan á lögreglustöð fjögur, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, sinnti útkalli þar sem ekið hafði verið á einstakling á hlaupahjóli.

Ökumaður bifreiðarinnar nam ekki staðar og stakk af. Einstaklingurinn á hlaupahjólinu hlaut minniháttar áverka, en málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert