Sævar fékk óvæntar fréttir í Tyrklandi

Sævar slasaðist alvarlega við æfingar árið 2016.
Sævar slasaðist alvarlega við æfingar árið 2016. mbl.is/Eyþór

„Þetta er draumauppfærsla sem útilokar umtalsverða fötlun sem frumstæðari aðferðir gætu valdið, og í raun hálfótrúleg niðurstaða,“ segir Sæv­ar Daní­el Kolanda­velu. 

Sævar er 38 ára gam­all faðir, hug­vís­indamaður, tón­list­armaður og rit­höf­und­ur sem leitaði nýverið til Tyrklands eftir átta ára langa baráttu vegna meðfædds stoðkerfisgalla sem olli því að hann slasaðist al­var­lega við æf­ing­ar árið 2016.

Hefur íslenska heilbrigðiskerfið að sögn Sævars alfarið hafnað alvarleika ástandsins.

Í færslu á Facebook-reikningi sínum í dag lýsir Sævar því að yfirlæknir í Istanbúl hafi sent sér skurðáætlun sem sé tilbúin til framkvæmdar 13. ágúst næstkomandi, eða eftir tvær vikur, ef allt gengur eftir.

Sævar reynir nú að safna fjármagni til að geta gengist …
Sævar reynir nú að safna fjármagni til að geta gengist undir aðgerðina eftir tvær vikur. mbl.is/Eyþór

Smá spölur eftir í fjármögnun aðgerðarinnar

Lausnin kallast „vertebral tethering body stabilization“ en notast er við teflon-þráð til að festa liðina saman. Einnig verður byggð upp langtímaáætlun til að endurbyggja liðbandið með stofnfrumum og ígræðslu og til að tryggja óstöðuga áverkann.

Aðgerðin kostar aftur á móti sitt eða um 35.000 evrur. Þegar allur ferðakostnaður og önnur gjöld hafi verið greidd hafi hann safnað á bilinu 25-27 þúsund evrum í aðgerðasjóð og því smá spölur eftir.

Biðlar Sævar því til fólks að hjálpa sér síðasta spölinn með því að veita frjáls framlög í gegnum styrktarreikning eða versla vörur í gegnum samfélagsmiðla hans þar sem fjármagnið renni til styrktarsjóðsins. 

Hægt er að styrkja fjármögnun læknismeðferðar Sævars í gegnum eftirfarandi reiknings upplýsingar:

Reikningsnúmer: 0537-26-000896
Kennitala: 160985-3139

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert