Sala bensín- og díselbíla dregst mjög saman

Mikill samdráttur er á milli ára í skráningum á bensín- …
Mikill samdráttur er á milli ára í skráningum á bensín- og díselbílum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skráningar nýrra fólksbíla dragast saman í júlí í ár samanborið við júlí í fyrra. Alls voru skráðir 837 nýir fólksbílar nú í júlí en voru 1.270 í sama mánuði í fyrra.

Er það samdráttur upp á 34,1%. Skráningar rafbíla bera höfuð og herðar yfir þá bíla er ganga á bensíni eða dísel. Þá sérstaklega tengiltvinnabílar.

Kemur þetta fram í nýrri tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

251 rafmagnsbíll og 62 bensínbílar

Í tilkynningunni má sjá að flestar nýskráningar bíla í júlímánuði eru rafbílar, en 251 rafmagnsbíll var skráður í mánuðinum. Er það þó samdráttur upp á 43,3% borið saman við júlí í fyrra.

Nýskráningar á tvinnbílum án tengils eru 23,5% af skráningum í júlí í ár, eða 197 talsins og er það samdráttur upp á 29,9% á milli ára.

Nýskráningum tengiltvinnbíla fjölgar þó á milli ára. Skráðir í júlí voru 189 tengiltvinnbílar og er það 58,8% fjölgun frá því á sama tíma í fyrra.

Fjöldi skráninga á fólksbílum sem ganga á bensíni er aðeins 62 og 66,7% samdráttur á milli ára. Er þá einnig samdráttur á díselbílum upp á 42,7%.

Toyota mest skráði bíllinn

Ef horft er á skráningar það sem af er ári er samdráttur upp á 37,7% milli ára.

Skráðir hafa verið 7.192 nýir fólksbílar en miðað við sama tímabil í fyrra voru skráðir 11.536 nýir fólksbílar fyrstu sjö mánuði ársins, segir í tilkynningunni þar sem farið er yfir hinar ýmsu tölur nýskráninga.

Kemur þá fram að mest skráða tegundin í júlímánuði var Toyota með 127 skráða fólksbíla eða 15,2% af skráðum fólksbílum, þar á eftir kom Kia með 113 skráða fólksbíla og 13,5% af skráðum fólksbílum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert