Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,2% fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,2% fylgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðflokk­ur­inn mæl­ist nú með sitt mesta fylgi frá upp­hafi mæl­inga Gallup á sama tíma og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur aldrei mælst með minna fylgi. Vinstri græn næðu ekki manni á þing.

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un Gallup sem RÚV grein­ir frá.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 27,6% fylgi á sama tíma og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 17,2% fylgi. Eins og áður seg­ir hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aldrei í sögu mæl­inga hjá Gallup mælst með svona lítið fylgi.

Miðflokk­ur held­ur áfram að toppa sig

Miðflokk­ur mæl­ist með 14,6% fylgi sem er mesta fylgi þeirra frá upp­hafi mæl­inga Gallup. Þetta er þó á pari við mæl­ing­una fyr­ir mánuði síðan þar sem þeir mæld­ust með 14,5% fylgi, sem var þá þeirra besta mæl­ing frá upp­hafi.

Viðreisn mæl­ist með 8,8% fylgi og Flokk­ur fólks­ins 8,6%. Pírat­ar eru með 7,8% og mæl­ast með meira fylgi en Fram­sókn sem mæl­ist með 7,2% fylgi.

VG nær ekki manni á þing

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn mæl­ist með 4,7% fylgi og er með meira fylgi en Vinstri græn sem mæl­ast með 3,5% fylgi og myndu ekki fá mann inn á þing.

27% svar­enda segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður Vinstri grænna.
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son er starf­andi formaður Vinstri grænna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert