Stillt á dagstillingu meðan unnið er að viðgerð

Gönguljósin eru á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu.
Gönguljósin eru á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. mbl.is/Árni Sæberg

Gangbrautarljós yfir Hringbraut, við gatnamót Hofsvallagötu, í Reykjavík hafa verið biluð undanfarna daga og vinnur tækniþjónusta götu- og umferðaljósa í Reykjavík að því að finna lausn á þessum vanda.

„Ég hafði samband við tækniþjónustu götu- og umferðarljósa en þau hafa verið að vinna við úrlausn þessa vandamáls síðustu daga. Þau töldu að þetta væri komið í lag en fengu fréttir í morgunsárið að svo væri ekki,“ segir Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi  umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, í skriflegu svari við mbl.is. 

„Ákveðið var að festa kerfið á svokallaða dagstillingu meðan lausna er leitað. Það þýðir að tryggt er að grænt gönguljós kemur í hverri umferð. Græn gönguljós koma því alltaf með umferðarfasanum (ökuljósunum),“ segir Inga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert