Stöndum verr á Íslandi

Magnús rifjar upp sorgarsögu endaloka samræmdu könnunarprófanna í samtali við …
Magnús rifjar upp sorgarsögu endaloka samræmdu könnunarprófanna í samtali við Morgunblaðið í dag. mbl.is/Hari

Áform menntamálaráðuneytisins um innleiðingu svokallaðs matsferils í stað samræmdra könnunarprófa hefur sætt gagnrýni, ekki síst fyrir þær tafir sem orðið hafa á innleiðingunni.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir skólayfirvöld þurfa að útskýra betur hvað felist í yfirlýstum áformum þeirra.

„Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi klárlega að kynna þennan feril betur, vinna hann í enn meira samráði, og ég treysti á að menn séu að gera það,“ segir Magnús um innleiðingu nýja námsmatsins.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Samræmdar mælingar bara tæki

„Mælingar á gæðum skipta okkur máli og sorgarsagan um endalok samræmdu könnunarprófanna er auðvitað allt öðru tengd.

Eins og við höfum skilið matsferilinn – sem við erum auðvitað bara umsagnaraðilar að – þá eru þar ferlar sem eiga að geta komið í þeirra stað,“ bætir Magnús við, en hann rifjar upp umrædda sorgarsögu í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

„Samræmdar mælingar sem nýtast skólunum eru bara tæki sem við þurfum að hafa. Það er sárt að segja en við stöndum bara verr með það á Íslandi heldur en margar nágrannaþjóðir okkar að geta rýnt inn í skólana okkar og séð hvernig við náum meiri árangri á ólíkum sviðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert