Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgi

Spákortið er frá Evrópsku reiknimiðstöðinni af Brunni Veðurstofunnar. Reiknað á …
Spákortið er frá Evrópsku reiknimiðstöðinni af Brunni Veðurstofunnar. Reiknað á miðnætti í nótt.

Veðurspáin fyrir helgina lítur þokkalega út samkvæmt veðurvef Bliku. Rigning verður þó víðast hvar á landinu, mest suðaustanlands, einhverjar sólarglennur einkum sunnanlands og hlýtt og hvessir síðan á landinu öllu á mánudag.

Það rignir víðast á landinu annað kvöld, en víðast aðeins í fremur stuttan tíma.

Fyrir utan Eyjar telst spákortið á laugardag bara þokkalegt.

Sólríkara á sunnudaginn

Tveir austanstæðir vindstrengir eru sagðir verða um helgina, annar með suðurströndinni og hinn að mestu fyrir norðan land. Þarna á milli verður hægari A-átt. Skýjað og einhver úrkoma eystra, nær samfelld rining suðaustanlands. Annars verður þurrt, einhverjar sólarglennur og hitinn 15 til 19 stig yfir miðjan daginn.

Sunnudagurinn verður svipaður, en ef til vill sólríkara. Þá verður norðaustanblástur um norðvestanvert landið þegar líður á daginn og um kvöldið.

Á mánudag hvessir síðan almennt á öllu landinu í norðaustanátt.

Ágætt samræmi er nú á milli ólíkra reiknilíkana, segir á Bliku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert