Búið er að opna sundlaugina í Borgarnesi aftur, en henni var lokað fyrr í dag vegna bilunar í sturtunum.
Samkvæmt heimildum mbl.is er nú góð aðsókn að lauginni og búið að gera við bilunina sem kom upp í sturtunum. Þá munu gestir fá lengri tíma eftir lokun til þess að nota sturturnar.