Festa tjöldin sérlega vel þetta árið

Vestmannaeyingar eru í óðaönn að leggja lokahönd á undirbúning fyrir …
Vestmannaeyingar eru í óðaönn að leggja lokahönd á undirbúning fyrir Þjóðhátíð. mbl.is/Óskar

„Við erum að festa tjöldin okkar extra vel niður þannig þetta haldi nú vonandi,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar en mikilli úrkomu og sterkum vindhviðum er spáð þegar dagskrá hátíðarinnar hefst annað kvöld.

Í gærkvöldi reistu Vestmannaeyingar tjaldsúlur hinna víðfrægu hvítu tjalda í úrhelli og roki en Jónas segir veðrið hafa skánað síðan.

„Það er gott veður hjá okkur núna þannig það gengur bara ljómandi vel. Það eru allir byrjaðir að tjalda hvítu tjöldunum og eru hérna að flytja heilu búslóðirnar inn í þau,“ segir Jónas.

Tjöldin eru fest kirfilega niður í Herjólfsdal.
Tjöldin eru fest kirfilega niður í Herjólfsdal. mbl.is/Óskar

„Maður veit aldrei. Við búum nú á Íslandi

Spurður hvort þurfi að gera sérstakar ráðstafanir við tjöldunina vegna veðurspárinnar segir Jónas svo vera.

„Við hvetjum fólk sem er að tjalda hvítu tjöldunum til að gera það líka. Svo fylgjumst við með veðurspánni og erum bara tilbúin,“ segir hann.

Spurður hvort hann hafi trú á að veðrið komi til með að setja strik í reikninginn hvað stemmningu varðar segir Jónas: „Maður veit aldrei. Við búum nú á Íslandi. En við vonum bara það besta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert