Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er mætt á Þjóðhátíð í Herjólfsdal en hún tók við embættinu í gær. Með Höllu eru eiginmaður hennar Björn Skúlason og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Hátíðin er sett í Herjólfsdal þar sem er gott og rólegt veður og mikill fjöldi fólks saman kominn fyrir setninguna. Í ár fagnar Þjóðhátíð 150 ára afmæli og því mikill fögnuður.
Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur ekki verið mönnum hliðholl síðustu daga en þjóðhátíðargestir láta það nú ekki stoppa sig.