Haraldur hækkar markmið og tvöfaldar upphæðina

Haraldur hefur hækkað markmiðið upp í 500 þúsund.
Haraldur hefur hækkað markmiðið upp í 500 þúsund. Ljósmynd/Aðsend, mbl.is/Ásdís

Har­ald­ur Þor­leifs­son, at­hafnamaður með meiru, hefur nú hækkað söfnunarmarkmið sitt í Reykjavíkurmaraþoninu upp í 500 þúsund krónur. Hann hefur heitið því að tvöfalda þá upphæð sem safnast.

Haraldur tekur þátt í nafni Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs sem að er með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Yazan og fjölskyldu hans á að senda úr landi eftir verslunarmannahelgi.

Haraldur tilkynnti þátttöku sína í gær og náði settu 250 þúsund króna markmiði sínu fljótt.

Auðvelt að vita hvað sé rétt og rangt 

Hann ákvað því að hækka markmiðið upp í 500 þúsund. Þessu greinir hann frá á X og segir jafnframt:

„Lífið er flókið. Það eru margar hliðar á flestum málum og oft erfitt að vita hvað er rétt og rangt. En þetta er 11 ára alvarlega veikt barn. Það er mjög auðvelt að vita hvað er rétt og rangt í þessu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert