Hleypa um veginn í hollum

Báðar leiðir frá Dúpavík eru nú færar.
Báðar leiðir frá Dúpavík eru nú færar. Ljósmynd/Jón Halldórsson

Báðar leiðir eftir Strandavegi suður af Djúpavík hafa opnað á ný eftir lokanir vegna mikils votviðris. Enn er unnið að viðgerðum á veginum og því er fólki hleypt í gegn í hollum.

Greint var frá því í morgun að Strandavegur hefði lokast að norðan­verðu í Reykjar­f­irði vegna stein­skriðu og nær farið í sund­ur að sunn­an­verðu í Veiðileysu. 

Um tíma var óvíst hvenær yrði hægt að opna aftur fyrir umferð en hið minnsta 50 manns voru innlyksa í bænum.

Strandavegur opinn alla leið

Yf­ir­verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar í Hólma­vík, Gunn­ar Númi Hjart­ar­son, segir að Strandavegur sé nú opinn alla leið en fólki sé hleypt um hann í hollum því enn er unnið að viðgerðum á Veiðileysukleifinni.

„Við erum að hleypa í hollum í gegn svo að hægt sé að vinna aðeins hraðar,“ útskýrir Gunnar.

Tomas Razan, starfsmaður á Hótel Djúpavík, segir að allir gestir sem höfðu áætlað brottför í dag hafi þegar haldið úr bænum en að þeir sem séu á leiðinni á hótelið bíði enn eftir að komast leiðar sinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert