Krókurinn datt undan og hjólhýsið endaði á staur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 72 málum síðasta hálfa sólarhringinn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 72 málum síðasta hálfa sólarhringinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dráttarkrókur féll undan bifreið með þeim afleiðingum að hjólhýsi sem hékk á dráttarkróknum endaði á staur. Ekki urðu slys á fólki og var hjólhýsið dregið af vettvangi með dráttarbifreið. 

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sinnti 72 málum milli klukkan 17.00 í gær og 5.00 í morgun. 

Ekið á gangandi vegfarenda 

Annað umferðarslys varð í Mosfellsbæ þar sem smávægilegt eignartjón varð á tveimur bifreiðum, en ekki urðu slys á fólki. 

Auk þess barst lögreglu tilkynning um að ekið hefði verið á gangandi vegfarenda. Lögregla og sjúkralið fóru á vettvang, sá slasaði var fluttur á bráðamóttöku og var bifreiðin dregin af vettvangi. Líðan viðkomandi liggur ekki fyrir. 

Grunaður um að hafa brotið rúðu með stein 

Eins barst lögreglu tilkynning um slagsmál milli tveggja hópa. Lögregla fór á vettvang og ræddi við þá sem þar voru, það hugðist þó engin kæra og þar við sat.

Þá gisti einn fangaklefa vegna gruns um að hafa brotið rúðu með því að kasta steini í hana og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Við öryggisleit fundust meint fíkniefni í fórum einstaklingsins. 

Loks var einn kærður fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og fyrir vörslu fíkniefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert