Listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur um helgina

Börnin prófa flugdrekana sína.
Börnin prófa flugdrekana sína. Ljósmynd/Aðsend

Höfuðstöðin verður með fögnuð núna um verslunarmannahelgina þar sem boðið verður upp á fjölskylduvænar listasmiðjur á milli klukkan 11 og 16 alveg fram á mánudag, en þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn er haldinn.  

„Við erum reglulega með hjá okkur listasmiðjur á laugardögum og það er alltaf eitt þema í gangi og um helgina verða listasmiðjur í gangi alla dagana,“ segir Lilja Baldursdóttir, einn af eigendum Höfuðstöðvarinnar.  

Flugdrekaþema fyrsta daginn

Lilja segir að það verði nýtt þema á hverjum degi um helgina, en á morgun er flugdrekaþema. Þar kaupir fólk flugdreka til þess að setja saman og svo lita þá, svo fer fólk með flugdrekana sína út á tún og flýgur þeim.

Fólk að fljúga flugdrekum saman.
Fólk að fljúga flugdrekum saman. Ljósmynd/Aðsend
Börn mála í listasmiðjunni.
Börn mála í listasmiðjunni. Ljósmynd/Aðsend

Andlitsmálning og hárkrít

Á sunnudaginn er buffsmiðja þar sem fólk kaupir buff og litar það með fatalitum. Á mánudeginum verður seglasmiðja þar sem fólk getur valið sér mismunandi segla og skreytt þá með litum, málningu eða steinum. 

Það verður boðið upp á alls konar ókeypis afþreyingu fyrir börn, eins og andlitsmálningu og hárkrít. 

„Við erum með útileiki, spil og alls konar,“ segir Lilja. 

Að sögn Lilju verður sýningin Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Anardóttur sýnd: „Við ætlum að vera með þetta þannig að börn fá ókeypis inn á sýninguna, sem sagt ellefu ára og yngri, í fylgd foreldra,“ segir hún.

Andlitsmálning í listasmiðju Höfuðstöðvanna.
Andlitsmálning í listasmiðju Höfuðstöðvanna. Ljósmynd/Aðsend
Mikil gleði í Höfuðstöðinni.
Mikil gleði í Höfuðstöðinni. Ljósmynd/Aðsend
Sýningin Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur verður sýnd um helgina.
Sýningin Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur verður sýnd um helgina. Ljósmynd/Aðsend
Seglar sem börnin máluðu.
Seglar sem börnin máluðu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert