Skjálftum fjölgar: Gæti gosið á næstu dögum

Síðasta eldgosi við Sundhnúkagíga lauk 9. maí, sumardaginn fyrsta.
Síðasta eldgosi við Sundhnúkagíga lauk 9. maí, sumardaginn fyrsta. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Skjálftum fer hægt fjölgandi á Sundhnúkagígaröðinni.

„Samkvæmt líkanreikningum er nægur þrýstingur búinn að byggjast upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði á næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Geti gosið hvenær sem er

Þar segir einnig að GPS-mælingar sýni að hægt hafi örlítið á landrisinu síðustu daga. Þegar sú þróun í landrisi fari saman við jarðskjálftavirkni eins og mældist á Sundhnúkagígaröðinni í gær geti það gefið vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup eða eldgos.

„Viðbragðsáætlanir Veðurstofunnar miða við að kvikuhlaup gæti farið af stað hvenær sem er næstu daga og það jafnvel endað með eldgosi. Ef atburðarásin verður sambærileg og í aðdraganda fyrri eldgosa, gæti fyrirvarinn verið mjög stuttur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert