Loka þurfti sundlauginni í Borgarnesi í dag vegna bilunar í sturtum. Vonir standa til að hægt verði að opna laugina aftur síðar í dag.
Ingunn Jóhannsdóttir, umsjónarmaður sundlaugarinnar, segir í samtali við mbl.is að unnið sé að viðgerð og að verið sé að sækja varahluti til Reykjavíkur.
Unglingalandsmót UMFÍ er haldið í Borgarnesi um þessa helgi. Sundmót UMFÍ á að vera á morgun og gert er ráð fyrir að það verði í sundlauginni.
Aðspurð reiknar Ingunn með því að þá verði allt komið í lag á ný og mótið verði samkvæmt áætlun.
Uppfært kl. 17:40: Sundlaugin hefur verið opnuð á ný.