Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur

Tveir voru fluttir með sjúkrabíl eftir áreksturinn en ekki er …
Tveir voru fluttir með sjúkrabíl eftir áreksturinn en ekki er vitað líðan þeirra. mbl.is/Eggert

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman í Hvalfjarðargöngunum á öðrum tímanum í dag.

Að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar voru bifreiðarnar tvær að koma úr gagnstæðri átt og var um nokkuð harðan árekstur að ræða. Voru tveir aðilar fluttir með sjúkrabifreið af vettvangi en líðan þeirra er ekki þekkt. 

Hildur Kristín Þorvarðardóttir, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að báðar bifreiðarnar hafi verið ónýtar eftir áreksturinn. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert