Vill móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill koma á fót mót­tökumiðstöð fyr­ir hæl­is­leit­end­ur þegar þeir koma til landsins. Þannig komi þeir ekki inn í íslenskt samfélag ef þeir eru með tilhæfulausar umsóknir.

Hyggst hún leggja fram frum­varp um búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í haust, eftir að spretthópur hefur lokið störfum.  

„Ég tel baga­legt hvernig fyr­ir­komu­lagið er akkúrat núna. Fólk er að fara mjög fljótt, eða bara strax, inn í ís­lenskt sam­fé­lag. Við þurf­um að geta boðið fólki upp á að dvelja í mót­tökumiðstöð þegar það kem­ur, þannig að tími gef­ist til að rýna hverja um­sókn og sjá hvort að fólk eigi er­indi hingað eða ekki,“ seg­ir Guðrún í nýjasta þætti Dagmála.

„Þeir sem bersýnilega eiga ekki erindi, eða eru með tilhæfulausar umsóknir, að við getum snúið þá fólki við miklu miklu fyrr og það komi aldrei inn í íslenskt samfélag eins og nú er raunin.“

Guðrún vill setja á fót móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur sem koma …
Guðrún vill setja á fót móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur sem koma til landsins. Samsett mynd/Óttar/Eggert

Horft á „alla keðjuna“

Hún segir að tryggja þurfi fólki búsetu á meðan umsókn þeirra um hæli sé í ferli.

„Svo eru hér einstaklingar sem fá synjun og það er bara hluti af samkomulagi því sem við höfum skuldbundið okkur til í Schengen-samstarfinu. Það er að tryggja það að einstaklingar sem fá hér synjun, eru með tilhæfulausir umsóknir, að þeir yfirgefi landið,“ segir hún. 

Hún útskýrir að spretthópur vinni að tillögum fyrir búsetuúrræði með takmörkunum og þegar þeirri vinnu lýkur kveðst hún ætla leggja fram frumvarp. Hún segir að verið sé að horfa „á alla keðjuna“, allt frá því að frá því að fólk kemur til landsins og þar til það fer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert