Búið að opna Herjólfshöll

Hér má sjá fólk sem berst við að halda tjöldum …
Hér má sjá fólk sem berst við að halda tjöldum sínum niðri. mbl.is/GSH

Búið er að opna inn Herjólfshöllina í Vestmannaeyjum þar sem þjóðhátíðargestir og aðrir, geta leitað skjóls undan veðri, en afar hvasst er nú í Eyjum og dæmi um það að tjöld og annar búnaður hafi fokið til.

„Allir sem vilja geta nú farið í Herjólfshöllina, en við erum einnig að grípa til fleiri ráðstafana, ef veður fer versnandi,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, í samtali við mbl.is.

Hann segir þetta gert til þess að forðast tjón á fólki og eignum, en í boði er að gista þar í nótt, en einnig verður öryggisgæsla á svæðinu. 

„Annars á ég von á því að þetta veður fari nú bara að detta niður samkvæmt veðurspá,“ segir Jónas og er hann bjartsýnn á að það muni rætast úr kvöldinu þegar veðrið skánar. 

Bílum lagt fyrir tjöld til þess að mynda skjólvegg.
Bílum lagt fyrir tjöld til þess að mynda skjólvegg. mbl.is/GSH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert