Enginn fékk fyrsta vinning í lottóútdrætti kvöldsins, og því munu tæpar 21 milljónir króna bætast við næsta útdrátt.
Hið sama var einnig að segja um annan vinning og reyndist enginn vera með vinningstölurnar í þeim flokki.
Eins var enginn með fyrsta vinning í Jókernum, en einn áskrifandi hlaut annan vinning upp á 100.000 krónur.