Kerfið endurskoðað eftir innbrot

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir menn brutust inn í Ráðhús Reykjavíkur fyrr í vikunni í gegnum bílastæðakjallara hússins. Kjallarinn opnar sjálfkrafa klukkan 6.45 á morgnana og voru mennirnir mættir aðeins fimm mínútum seinna.

Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Þá staðfestir lögreglan í samtali við blaðið að búið sé að bera kennsl á mennina og að málið sé í rannsókn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert