Lögreglan og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinntu útkalli í nótt þar sem eldur hafði kviknað í ruslagámi í miðbænum.
Í dagbók lögreglu segir að viðbragsaðilar hafi verið fljótir á vettvang, „og var það mikið mildi að eldur náði ekki í nærliggjandi hús en litlu mátti muna“.
Einn einstaklingur var handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.