Skýrt að hótanir verði ekki liðnar

Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég tel að dómsmálaráðherra sé að gera hárrétt með því að taka sér þann tíma sem nauðsynlegur er til að bregðast við, þannig að það standist öll viðmið, þ. á m. lögbundin viðmið um afgreiðslu málsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var eftir viðbrögðum hans við bréfi ríkissaksóknara sem hann sendi dómsmálaráðherra á dögunum, þar sem þess var farið á leit að Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara yrði vikið tímabundið úr starfi vegna „orðfæris hans í opinberri umræðu“, eins og komist var að orði í téðu bréfi.

„Á meðan málið er til meðferðar hjá dómsmálaráðherra ætla ég ekki að fara að leggja henni línur um afgreiðslu málsins,“ segir hann.

Kjarni þess sem dómsmálaráðherra fæst við

Spurður um hvort eðlilegt sé að víkja manni frá störfum sem hefur mátt þola ítrekaðar hótanir, jafnvel þótt hann hafi látið orð falla sem túlkuð eru á versta veg, segir Bjarni:

„Þetta er kjarni þess sem dómsmálaráðherra er að fást við. Ég ætla bara að segja að mér  finnst það skipta öllu máli að þau skilaboð komi skýrt frá íslenska stjórnkerfinu að það verður ekki liðið að embættismönnum sé hótað eða ógnað með einhverjum hætti.

Þau skilaboð þurfa alltaf að berast frá íslenska stjórnkerfinu. En þetta er að einhverju leyti mál sem varðar innbyrðis samskipti í embætti ríkissaksóknara og er nú til úrlausnar í dómsmálaráðuneytinu.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert