Töluverð umferð á Vesturlandi: Ekið á sauðfé

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Töluverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er helgi. Borið hefur á því að ekið hefur verið á sauðfé í umdæminu.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Vesturlandi á Facebook og er ökumönnum bent á að tilkynna slík óhöpp tafarlaust til lögreglu. 

Mikill fjöldi ferðamanna er víða á tjaldsvæðum Vesturlands og flestir eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi.

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 131 km/klst. á Borgarfjarðarbraut.

„Lögreglumenn hafa verið með eftirlit á vegum og á þeim stöðum sem tjaldsvæði eru og tala um að ferðamenn séu í meirihluta til fyrirmyndar,“ segir í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert