Björguðu ökumanni en skildu bílinn eftir í ánni

Bíllinn var kominn út í miðja Hólmsá þegar ökumaðurinn lenti …
Bíllinn var kominn út í miðja Hólmsá þegar ökumaðurinn lenti í erfiðleikum. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir aðstoðuðu fyrr í dag erlendan ferðalanga sem lent hafði í vandræðum er hann reyndi að þvera Hólmsá á bifreið sinni.

Ökumaðurinn var kominn út í miðja á þegar hann lenti í vandræðum við hinn bakkann og treysti sér ekki yfir. Ökumaður bílsins komst þó út úr honum og upp á bakka en hann var kaldur og hrakinn þegar björgunarsveitir bar að garði.

Björgunarsveitum tókst ekki að ná bílnum upp úr ánni og var hann því skilinn eftir, en að sögn viðbragðsaðila hefur bíllinn líklega strandað á grjóti.

Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar sem sinnti útkallinu ásamt björgunarsveitinni Lífsgjöf, segir í tilkynningu til fjölmiðla, að hann hafi sjaldan séð jafn mikið vatn í Hólmsá og í dag.

Bíllinn í vatnselgnum í Hólmsá
Bíllinn í vatnselgnum í Hólmsá Ljósmynd/Landsbjörg
Frá björgunarstörfum. Björgunarsveitirnar Lífsgjöf og Stjarnan sinntu útkallinu.
Frá björgunarstörfum. Björgunarsveitirnar Lífsgjöf og Stjarnan sinntu útkallinu. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert