Flugu inn á Öxnadalsheiði vegna veikinda

Þyrla Landhelgisgæslunnar við sjúkrahúsið á Akureyri í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við sjúkrahúsið á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að aðstoða við sjúkraflutninga fyrr í dag.

Var þyrslusveitin að búa sig undir flug þegar henni barst beiðni um að fara inn á Öxnadalsheiði vegna veikinda og fljúga til móts við sjúkrabíl til að flýta fyrir flutningi viðkomandi á sjúkrahúsið.  

„Þyrlan flaug inn á Öxnadalsheiði, lenti þar og tók sjúklingin um borð og lenti síðan með hann við sjúkrahúsið á Akureyri,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert