Gagnrýnir sóðaskap stúdenta

Sorp er á víð og dreif fyrir utan stúdentaíbúðirnar.
Sorp er á víð og dreif fyrir utan stúdentaíbúðirnar. Ljósmynd/Aðsend

„Mér sýnist að íbúarnir þarna ráði ekki við þetta,“ segir Teitur Atlason, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, í samtali við mbl.is um sóðaskap fyrir utan nýlegar stúdentaíbúðir þar sem Hótel Saga var áður.

Teitur birti myndir af sorpi á víð og dreif á afgirtu svæði fyrir utan stúdentagarðana fyrr í dag á Facebook-hópi íbúa í Vesturbænum. Gagnrýndi hann þar umgengni íbúanna harðlega og hafa aðrir í hópnum síðan birt ummæli við færsluna þar sem þeir taka undir með honum.

Teitur gagnrýnir sóðaskapinn við tunnurnar.
Teitur gagnrýnir sóðaskapinn við tunnurnar. Ljósmynd/Aðsend

„Mjög bilað“ ástand í vetur

Fyrstu stúdentarnir fluttu inn í húsnæðið á síðasta ári en Teitur tekur fram í samtali við blaðamann að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann hefur orðið var við sóðaskap íbúa. Nefnir hann að í vetur hafi ástand á sorphirðu þar einnig verið „mjög bilað.“

Teitur segir að honum sýnist íbúarnir ekki ráða við það verkefni að hirða um eigið sorp. Varpar hann þá fram spurningunni um hver beri ábyrgð á að hirða um rusl ef það fýkur úr tunnum, aðrir en íbúar heimilisins sem tunnurnar tilheyra.

„Þetta er ekki borginni að kenna, þetta er ekki ríkisstjórninni að kenna,“ svarar hann eigin spurningu og bætir við að það sé í höndum íbúa hússins að hirða um eigið sorp.

„Þau þurfa bara að fara á námskeið,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert