„Höfum verið að sjá vísbendingar“

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Mennta- og barnamálaráðherra segir gífurlega fjölgun tilkynninga um áhættuhegðun til barnaverndar ekki koma sér á óvart. Hann leggur áherslu á að vinna þvert á kerfi og segir vinnu sem snýr að símanotkun barna í gangi í ráðuneytinu.

Í síðustu viku var fjallað um þær blikur sem eru á lofti í geðheilsumálum barna í Morgunblaðinu og á mbl.is.

Tilkynningum til barnverndar um áhættuhegðun hefur fjölgað um 31,8% það sem af er ári og tilkynningum um vímuefnaneyslu barna um 118,9%.

Þá hafa tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar barna meira en tvöfaldast á örfáum árum.

Kemur ekki á óvart

Spurður hvort þessar tölur hafi komið á óvart segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, svo ekki vera.

„Við höfum verið að sjá vísbendingar í þessa veruna undanfarið. Til að mynda með áhættuhegðun og fjöldi þeirra barna sem eru gerendur í ofbeldismálum hefur verið að vaxa og þetta rímar allt við það,“ segir Ásmundur og bendir á að tölur í mælaborði um farsæld barna, sem er á vegum ráðuneytisins, hafi sömuleiðis verið í þessa veru.

„Oft og tíðum er samhengi milli aukinnar ofbeldishegðunar og aukinnar vímuefnaneyslu. Hvort tveggja kallar á aðgerðir og við erum að hluta til komin af stað en við þurfum breiðari nálgun á þetta sem við erum líka að undirbúa.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert