Hótel, skíðabrekka og baðlón

Kynntar hafa verið breytingar á deiliskipulagi í Hveradölum.
Kynntar hafa verið breytingar á deiliskipulagi í Hveradölum. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/teikning/Alternance

Kynnt hefur verið breyting á deiliskipulagi fyrir lóð Skíðaskálans í Hveradölum. Meginbreyting tillögunnar felst í því að stærð og lögun þriggja byggingarreita hefur verið breytt og einum bætt við. Nánar tiltekið hefur lögun reita 4-6 verið breytt og reit 7 verið bætt við.

Sagt er frá kynningunni í Skipulagsgáttinni en umsagnarfrestur er til 15. september. Félagið Heklubyggð er skráð fyrir verkefninu en tillagan er unnin af Alternance.

Hugmynd að fyrirhugaðri uppbyggingu í Hveradölum og baðlóni í Stóradal.
Hugmynd að fyrirhugaðri uppbyggingu í Hveradölum og baðlóni í Stóradal. Teikning/Alternance

Með breytingunni kemur ný hótelbygging á reit 6 og þjónustubyggingar færast yfir á reit 4. Þá eru bílastæði flutt frá miðsvæði að Suðurlandsvegi til að draga úr áhrifum þeirra á svæðið og nýta betur miðsvæðið, að því er segir í kynningunni.

Fyrirhugað baðlón í Stóradal er niðri í hægra horni teikningarinnar.
Fyrirhugað baðlón í Stóradal er niðri í hægra horni teikningarinnar. Teikning/Alternance
Skíðaskálinn í Hveradölum er við jarðhitasvæði. Áformað er að hækka …
Skíðaskálinn í Hveradölum er við jarðhitasvæði. Áformað er að hækka þjónustustigið á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem út kom á fimmtudag, 1. ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert