Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út

Björgunarsveitin og lögreglan í Vestmannaeyjum halda áfram að leita að …
Björgunarsveitin og lögreglan í Vestmannaeyjum halda áfram að leita að Helga. mbl.is/Óskar Pétur

„Hann er ekki fundinn enn þá. Það eru björgunarsveitir úti að leita,“ segir Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is.

Uppfært 14:40:

Maðurinn fannst heill á húfi. 

Stefán segir að búið sé að tala við Landhelgisgæsluna um að senda þyrlusveit yfir til Eyja.

„Það er búið að tala við þá og þeir eru tiltækir. Við eigum von á því en það á eftir að taka veðrið og svona. Það hefur verið betra oft áður veðrið hérna.“

Segir yfirlögregluþjónninn að stöðufundur verði hjá lögreglunni um eittleytið þar sem næstu skref verði ákveðin.

Uppfært 13:20:

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is klukkan 13:15 að þyrlusveit hafi verði ræst út. Segir hann áhöfnina vera að undirbúa brottför frá Reykjavík. 

Dróni hefur meðal annars verið notaður í leitina.
Dróni hefur meðal annars verið notaður í leitina. mbl.is/Óskar Pétur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert