Veðrið „ekki beint kræsilegt“

Gular viðvaranir eru í gildi víða um land næsta sólarhringinn.
Gular viðvaranir eru í gildi víða um land næsta sólarhringinn. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Það er nátt­úru­lega heil­mikið að ger­ast í kvöld og í nótt, þetta er ekki beint kræsi­legt fyr­ir þess­ar úti­hátíðir,“ seg­ir Hrafn Guðmunds­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands um leiðinda­veður sem spáð er víða næsta sól­ar­hring­inn.

Hrafn seg­ir að enn sé nokkuð óljóst hvernig veðrið verði í Vest­manna­eyj­um í kvöld og næsta sól­ar­hring og þá sér­stak­lega hve þung rign­ing verði. Tek­ur hann þó fram að „það ætti að rigna þarna eitt­hvað dug­lega í kvöld.“

Nefn­ir hann að í nótt sé bú­ist við hvassviðri sem lík­lega muni valda gest­um Þjóðhátíðar, sem gista í tjaldi, óþæg­ind­um. Hrafn seg­ir þó að á morg­un sé gert ráð fyr­ir ró­legra veðri og viðráðan­legra. 

Hættu­leg­ar aðstæður víða

Hrafn seg­ir að leiðinda­veðri sé spáð víða um land næsta sól­ar­hring­inn og tek­ur sem dæmi spá um mikla úr­komu á Suðaust­ur­landi, Aust­fjörðum og Strönd­um.

„Á þess­um svæðum er nátt­úru­lega auk­in skriðuhætta næsta sól­ar­hring­inn og síðan dreg­ur ekki úr úr­kom­unni fyrr en annað kvöld,“ út­skýr­ir hann. Bæt­ir hann við að einnig verði mikið um hvassviðri á þess­um svæðum.

Tek­ur hann fram að lík­lega muni lægja til á þess­um svæðum í nótt eða í fyrra­málið en á morg­un sé hvöss­um vind­um spáð norðvest­an til. Fólk skuli því var­ast að ferðast með hús­bíl eða með aft­anívagn í eft­ir­dragi á morg­un.

Veður­stofa Íslands hef­ur nú gefið út gula viðvör­un vegna veðurs víða um land en varað er við veðri á Suður­landi, Breiðafirði, Vest- og Aust­fjörðum, Suðaust­ur­landi, Miðhá­lendi, Strönd­um og Norður­landi vestra.

Fyrstu viðvar­an­irn­ar tóku gildi klukk­an 15 í dag, og síðustu falla úr gildi á miðnætti á mánu­dags­kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert