Engin alvarleg mál í Eyjum

Lögreglan leitast eftir að fólk skemmti sér örugglega niður í …
Lögreglan leitast eftir að fólk skemmti sér örugglega niður í dalnum og það virðist hafa tekist vel til í ár. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Þetta var bara með ró­leg­asta móti, enn sem komið er hef ég ekk­ert stórt mál í hönd­un­um eft­ir þessa Þjóðhátíð,“ seg­ir Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Seg­ir hann síðasta kvöld Þjóðhátíðar hafa verið svipað og fyrri kvöld og eng­in al­var­leg mál hafi komið á borð lög­reglu.

„En auðvitað eins og ég hef alltaf sagt þá er alltaf ein­hver ágrein­ing­ur og pústr­ar og ein­hver fíkni­efni smá­veg­is en ekk­ert stórt,“ seg­ir Karl.

„Það er það sem við stefn­um að“

Nefn­ir hann að fólk sé nú byrjað að tía sig heim og ein­hverj­ar raðir séu byrjaðar að mynd­ast við Herjólf.

„Enn það er auðvitað ekk­ert í lík­ingu það sem verður hérna seinna í dag þegar menn eru vaknaðir.“

Seg­ist Karl að lok­um vera ánægður með hve vel hafi tek­ist með Þjóðhátíð í ár.

„Það er það sem við stefn­um að. Að fólk geti skemmt sér ör­ugg­lega niður í Dal. Ekk­ert annað sem við erum að leita eft­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert