Ferðamönnum og lunda fjölgar

Reynt er að takmarka fjölda svo töfrar Grímseyjar hverfi ekki.
Reynt er að takmarka fjölda svo töfrar Grímseyjar hverfi ekki. mbl.is/Anton Guðjónsson

Ferðamannastraumurinn til Grímseyjar hefur aukist á undanförnum árum. Halla Ingólfsdóttir, formaður Hverfisráðs Grímseyjar, segir að sumarið hvað varðar ferðaþjónustu sé búið að vera mjög gott þrátt fyrir breytta ferðahegðun, þar sem fólk bókar núna með minni fyrirvara en áður.

„Það er búið að vera öðruvísi að því leytinu til en það er samt búið að vera gott,“ segir Halla.

Gistirými vel nýtt

Halla segir að ferðamönnum hafi fjölgað og mikill áhugi sé á náttúru, fuglalífi og litlu samfélagi Grímseyjar.

Gisting hafi verið vel nýtt og ferðamönnum sem koma með ferju hafi fjölgað frá síðasta sumri.

„Það hafa komið miklu fleiri með ferjunni heldur en síðasta sumar,“ segir Halla og bætir við að veitingastaðurinn og gistiheimili hafi verið meira og minna fullbókuð.

Lundar í Grímsey.
Lundar í Grímsey. mbl.is/Anton Guðjónsson

Lundi úti um allt

Það eru fleiri en ferðamenn sem sækja í eyjuna því að fjölgun lunda í Grímsey er einnig áberandi.

„Svo er líka alveg helling af lunda hérna, hann situr, hann er orðinn svo þéttur, allan hringinn í kringum eyjuna,“ segir Halla.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem út kom á föstudag, 2. ágúst. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert