Myndir: Með fjölmennari hátíðum fyrir norðan

Margt var í boði og margt var um manninn á …
Margt var í boði og margt var um manninn á Akureyri um verslunarmannahelgina. Samsett mynd/mbl.is/Þorgeir

Hátíðin Ein með öllu á Akureyri heppnaðist mjög vel, allt fór eftir áætlun og fáheyrt var um nokkur óhöpp.

Þetta segir Davíð Rún­ar Gunn­ars­son, frá Vin­um Ak­ur­eyr­ar, sem sjá um hátíðar­höld­in, í samtali við mbl.is.

„Við erum bara alveg í skýjunum hérna, þetta var frábært,“ segir Davíð.

Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar Hjálmtýsson. mbl.is/Þorgeir

Engin rigning fyrir norðan

Veðrið lék aldeilis við gesti hátíðarinnar og segir Davíð ekki dropa hafa fallið úr lofti, hitinn var í tveggja stafa tölum alla helgina.

„Þetta með fjölmennari hátíðum sem við höfum haldið, ég held að það sé alveg ljóst,“ bætir hann við.

Sunnudagskvöldið á Einni með öllu á Akureyri.
Sunnudagskvöldið á Einni með öllu á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Sparitónleikarnir í gærkvöldi stóðu upp úr segir Davíð en þá var öllu tjaldað til.

Davíð þakkar fyrir sig og vonar að gestir hátíðarinnar fari sáttir með helgina út í vikuna.

Söngkonan Bríet kom fram í Skógarböðunum.
Söngkonan Bríet kom fram í Skógarböðunum. mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
Síðasta kvöldið.
Síðasta kvöldið. mbl.is/Þorgeir
Loftmynd af tívolíinu ásamt sviðinu.
Loftmynd af tívolíinu ásamt sviðinu. Ljósmynd/Hilmar Friðjónsson
Tívolíið á hátíðinni vakti mikla lukku.
Tívolíið á hátíðinni vakti mikla lukku. Ljósmynd/Hilmar Friðjónsson
Mikil dagskrá var í Kjarnaskógi á hátíðinni.
Mikil dagskrá var í Kjarnaskógi á hátíðinni. Ljósmynd/Hilmar Friðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert