Uppfært kl. 11.40: Upplýsingarnar frá Odee reyndust vera ósannindi.
Oddur Eysteinn Friðriksson, sem kallar sig Odee, segist hafa verið á bak við tilkynningu sem send var fjölmiðlum um að Berjaya Food International (BFI) hafi tryggt sér rekstrarrétt til þess að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi.
„Já það passar,“ segir í skriflegu svari Odee við fyrirspurn mbl.is um hvort hann hafi sent tilkynningu til fjölmiðla í gær.